Heilsa og lífskjör skólanema
HBSC
Rannsóknarsetur forvarna við Háskólann á Akureyri tekur þátt í
alþjóðlegu rannsókninni
Health Behaviours in School-Aged
Children (HBSC).
Rannsóknin er gerð á fjögurra ára fresti með tilstyrk
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.
Rannsóknin beinist að margvíslegum þáttum í lífi ungs fólks. Þar
má nefna félagslegar aðstæður og tengsl við foreldra og vini,
mataræði, hreyfingu og tómstundastarf. Einnig er sjónum beint að
áhættuhegðun af ýmsu tagi meðal eldri nemenda, svo sem óábyrgri
og hættulegri kynhegðun.
Vorið 2006 tóku um 13.000 börn og unglingar í 6., 8. og 10. bekk
grunnskóla á Íslandi þátt í HBSC rannsókninni. Fyrstu
íslensku niðurstöðurnar voru kynntar í maí 2006, og
alþjóðlegar niðurstöðurnar lágu fyrir í júní 2008.
Ársæll Már Arnarsson prófessor við Háskólann á Akureyri er
stjórnandi HBSC rannsóknarinnar á Íslandi. Starfsmaður
verkefnisins er Ingibjörg Elín
Halldórsdóttir.
Rannsóknateymi HBSC á Íslandi veitir
meðal annars nánari upplýsingar um
-
fjölskyldugerð og samskipti í fjölskyldum (Ársæll)
-
vinatengsl og unglingasamfélag (Kjartan)
-
kynhneigð og kynhegðun (Sigrún)
-
skólamál og tengsl heimilis og skóla (Trausti)
-
áhættuhegðun og vímuefnaneyslu (Þóroddur)
-
tannheilsu (Þórarinn)
Heilsa og lífskjör skólanema á
Vesturlöndum
„Sérstaklega
er ánægjulegt að sjá að íslenskum skólabörnum virðist líða
vel í skólanum og að sú ánægja helst nokkuð stöðug eftir
auknum aldri, ólíkt því sem gerist víðast hvar annars
staðar.“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Aðrar umsagnir um niðurstöður HBSC
|